Styttu þér leið

Fréttir, tilkynningar og viðburðir

27.9.2016 : Orkustofnun, íslenska fyrirtækið Arctic Green Energy og kínverska fyrirtækið Sinopec, undirrita samstarfssamning um samvinnu og samráð á sviði jarðvarmarannsókna

Orkustofnun, íslenska fyrirtækið Arctic Green Energy og kínverska fyrirtækið Sinopec, undirrituðu samstarfssamning um samvinnu og samráð á sviði jarðvarmarannsókna, fimmtudaginn 24. september sl. Samkvæmt samkomulaginu munu samningsaðilar vinna saman á sviði rannsókna og þróunar, þjálfunar jarðhitasérfræðinga og að auknum samskiptum og samvinnu á milli íslenskra og kínverskra aðila á sviði jarðvarma.

12.9.2016 : Ferðastyrkur á vegum EES sjóðsins til Rúmeníu - orkumál. Ath. lengdur umsóknafrestur

Á vegum Rondine orkuáætlunar Rúmeníu, sem styrkt er af Uppbyggingasjóði EES (EEA Grants), er nú hægt að fá ferðastyrk til Búkarest í Rúmeníu þann 11.-15. október, í þeim tilgangi að styrkja tvíhliða tengsl landanna, sérstaklega á sviði orkumála. Umsóknafrestur til föstudagsins 23. september.

1.9.2016 : Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2016 

Um er að ræða styrki til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis eða mannvirkja í eigu sveitarfélaga.  

1.9.2016 : Orkusjóður auglýsir styrki til uppbyggingar á innviðum fyrir rafbíla

Verkefnið, rafbílar - átak í innviðum, er hluti af sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum.

Fréttasafn