Styttu þér leið

Fréttir, tilkynningar og viðburðir

17.2.2017 : Orka til breytinga.  Hlutur vindorku og vatnsorku í orkustefnu Noregs til 2030 - Auðlindir, kostnaður og leyfisveiting

Í tilefni af 50 ára afmæli Orkustofnunar 2017, er boðað til mánaðarlegra fyrirlestra um ýmis mál sem tengjast starfsemi stofnunarinnar.    Næsti fyrirlestur verður haldin miðvikudaginn 1. mars kl. 15:00-16:00

15.2.2017 : Möguleikar smájarðvarmavirkjana á Íslandi

Fram kom á málstofu Orkustofnunar, í tilefni 50 ára afmælis stofnunarinnar, að raforkuflutningskerfið er komið að þolmörkum og að á næsta ári er mögulegt að orkuöryggi sé ekki tryggt. Staðan er einfaldlega sú að eftirspurn eftir raforku er umfram framboð. Til greina kemur að leita að staðbundnum lausnum og kanna hvaða smærri virkjanakostir koma til greina bæði í vatnsafli og jarðvarma.

8.2.2017 : Afmælisfyrirlestrar Orkustofnunar

Möguleikar sjóðandi lághitans á Íslandi til raforkuvinnslu - Reynsla af borunum liðna öld, fyrirlestur 15. febrúar n.k. - Bein útsending er frá fundinum - sjá vefslóð hér að neðan.

3.2.2017 : Orkuöryggi og stefna í orkumálum á Íslandi

Fundur um orkuöryggi og stefnu í orkumálum á Íslandi verður haldinn mánudaginn 6. febrúar kl: 12:00 - 13:30 í Orkustofnun.  - Glærur frá fundinum komnar á vefinn.

Fréttasafn