Gjaldskrár dreifiveitna

Dreifingargjaldskrár dreifiveitna eiga að mæta kostnaði dreifiveitu við að flytja raforkuna um flutningskerfið og dreifa henni um viðkomandi dreifiveitusvæði til notenda. Dreifiveitur geta sótt um leyfi fyrir sérstakri gjaldskrá fyrir dreifingu raforku í dreifbýli og eru slíkar í gildi hjá Orkubúi Vestfjarða og Rafmagnsveitum ríkisins (RARIK).

Hér fyrir neðan má finna gildandi gjaldskrár sem Orkustofnun hefur afgreitt. Haft skal í huga þar sem gjaldskrár ná yfir annað en dreifingu raforku, eins og t.d. sölu á raforku og heitu og köldu vatni, að þar hefur eingöngu dreifing raforku hlotið umfjöllun Orkustofnunar.