Bókasafn Orkustofnunar

Bókasafn Orkustofnunar er sérfræðisafn í orkumálum, auðlindanýtingu og jarðvísindum. Stóran hluta efnisins er ekki að finna annars staðar og safnið er því mikilvægur hluti af heildarsafnkosti landsins.

Gagnasöfn

Fjölbreytt stafræn gögn hafa orðið til í starfsemi Orskustofnunar í gegnum tíðina. Stór hluti þeirra er í Oracle gagnagrunni eða ArcInfo landupplýsingakerfi stofnunarinnar.

Leyfisveitingar

Síðan 1. ágúst 2008 hefur Orkustofnun farið með leyfisveitingarvald samkvæmt ákvæðum laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, raforkulaga, og laga um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins.

Kortasjár

Orkustofnun hefur í tæpan áratug staðið fyrir birtingu landrænna gagna í kortasjám á netinu. Stofnunin rekur tvær kortasjár, Landgrunnsvefsjá og Orkuvefsjá, og veitir með því aðgengi að upplýsingum um staðtengd gögn sem stofnunin sér um og varðveitir.

Jarðhitaskólinn

Jarðhitaskólinn er rekinn á Orkustofnun samkvæmt sérstökum samningi við Háskóla Sameinuðu þjóðanna.

Hlutverk skólans er að veita ungum sérfræðingum frá þróunarlöndum, sérhæfða þjálfun í rannsóknum og nýtingu jarðhita.

Niðurgreiðslur til húshitunarkostnaðar

Eigandi íbúðarhúsnæðis sem ekki hefur kost á fullri hitun með jarðvarma getur sótt um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar til Orkustofnunar sem metur á grundvelli umsóknar hvort skilyrði laga þessara fyrir niðurgreiðslum sbr. 4. grein séu uppfyllt.