Gagnaskil

Textinn hér á síðunni er útdráttur úr ítarlegri leiðbeiningum sem má finna hér

Leiðbeiningar um flokkun á sölu eldsneytis má finna hér

Leiðbeiningar um útfyllingu sölutöflu

Leiðbeiningar um útfyllingu á sölutöflu er að finna í excel skjalinu sjálfu sem söluaðilar og framleiðendur fylla út. Sækið sölutöfluna hér.

Skil á upplýsingum um framleiðslu vistvæns eldsneytis

Leiðbeiningar um útfyllingu á framleiðsluyfirliti er að finna í excel skjali sem framleiðendur fylla út. Sækið framleiðsluyfirlitið hér.

Skil á staðfestingu um sjálfbærni

Þegar eldsneytisgögnum um sölu síðasta árs er skilað til Orkustofnunar þurfa að fylgja þeim sjálfbærniyfirlýsingar (e. proof of sustainability). Slíkar sjálfbærniyfirlýsingar eru farmskjöl sem koma með hverjum farmi af vistvænu eldsneyti. Ásamt hefðbundum gagnaskilum þurfa því nú að fylgja með yfirlit um þá vistvænu farma sem fluttir hafa verið inn á árinu.

Sjálfbærniyfirlýsingarnar eru gefnar út af framleiðanda sem hefur fengið upprunavottorð frá viðurkenndum útgefanda upprunavottorða. Upprunavottorðið er gilt í eitt til þrjú ár í senn og þarf að vera finnanlegt á vefsíðu útgefandans.

Eftirfarandi verður að koma fram á sjálfbærniyfirlýsingunni:

 1. Útgefandi upprunavottorðs http://ec.europa.eu/energy/en/topics/renewable-energy/biofuels/voluntary-schemes
 2. Númer upprunavottorðs (Certificate number).
 3. Samdráttur í losun í prósentum (Emission reduction)
 4. Upprunaland (Country of Origin of Feedstock)
 5. Tegund eldsneytis
 6. Tegund hráefnis (Biofuel feedstock)
 7. Íblöndun ef við á
 8. Landnotkun ef við á

Dæmi: Neste Oil framleiðir lífdísilolíu úr pálmaolíu. Neste Oil hefur gilt upprunavottorð frá ISCC. Með farminum sem Orkusala Kópavogs kaupir til að selja á bíla á bensínstöð sinni fylgir farmskjal frá Neste Oil þar sem fram koma sjálfbærniskilyrðin sem farmurinn uppfyllir, ásamt númerinu á upprunavottorðinu sem er finnanlegt á netinu. Ekki er nauðsynlegt að láta upprunavottorðið fylgja með gögnunum.

Skil á greinagerð um uppruna eldsneytis

Leiðbeiningar um útfyllingu og skil á greinagerð má finna hér.

Skil gagna inn í þjónustugátt Orkustofnunar

Leiðbeiningar fyrir framleiðendur og seljendur eldsneytis sem þurfa að skila gögnum til Orkustofnunar fyrir 1. febrúar ár hvert. Til þess að skila gögnum er farið í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar

Áður en gögnum er skilað inn í þjónustugátt Orkustofnunar þarf að vera búið að sækja skjölin á heimasíðu Orkustofnunar, www.os.is  og vista þau á heimadrifi og færa inn allar þær upplýsingar sem beðið er um. Eftir það eru skjölin vistuð aftur.

Hér koma stuttar leiðbeiningar um hvernig skila á gögnum inn í  þjónustugátt Orkustofnunar:

 1. Inn á heimasíðu Orkustofnunar www.os.is er að finna hlekkinn Þjónustugátt
 2. Þegar þangað er komið er smellt á hlekkinn Nýskráning sem er að finna efst á síðunni.
 3. Hér er hakað við Tengiliður fyrirtækis Þá birtast reitir þar sem fylla á út upplýsingar um fyrirtækið og tengilið þess. Einnig þarf að búa til notendanafn og lykilorð sem notað er við innskráningu inn í þjónustugáttina.
 4. Nú er aftur farið á upphafsíðu þjónustugáttar og  smellt á hlekkinn Innskráning.
 5. Skráð inn notendanafn og lykilorð sem fyrirtækið hefur búið til.
 6. Nú er fyrirtækið komið inn á sitt „heimasvæði“. Til að hlaða framtalsgögn og skýrslum inn í þjónustugáttina er valinn hlekkurinn Umsóknir/Gagnaskil.
 7. Valið er hlekkurinn  Eldsneyti – Gagnaskil
 8. Hér þarf að fylla inn nafn fyrirtækis.

·      Eldsneytissalar: hlaða inn sölutöflu á eldsneyti bæði á excel formi og pdf formi sem er áritað af endurskoðanda.

·      Eldsneytisframleiðendur: hlaða inn framleiðsluyfirliti bæði á excel formi og pdf formi sem er áritað af endurskoðanda.

·      Ef um vottað eldsneyti er að ræða þarf fyrirtækið að hlaða hér upp gögnum frá viðurkenndum vottunaraðilum.

·      Ef um annað eldsneyti er að ræða getur fyrirtækið skilað inn greinargerð um uppruna eldsneytis, áritað af endurskoðanda í stað gagna frá viðurkenndum vottunaraðilum.

·      Ef engin sala var hjá fyrirtækinu þá er hakað við „engin sala á árinu“.

·      Ef fyrirtækið er hætt öllum rekstri tengdum eldsneytissölu eða framleiðslu eldsneytis þá er hakað við„Fyrirtækið er hætt störfum“.

Þegar búið er að fara gaumgæfilega yfir allt þá er ýtt á flipann „senda“.